top of page

Spurt og svarað um Voffabox

Hér má finna spurningar og svör við flestu sem við kemur Voffaboxi. Ef þú finnur ekki svarið við því sem þú leitar að, hafðu þá samband við okkur hér neðst á síðunni.
Almennt

Hverjar eru stærðirnar? Get ég breytt stærð boxins eftir því sem hundurinn stækkar?

  • Stærðirnar hjá okkur miðast við að  lítill voffi sé 10 kg og undir, miðlungs voffi sé 11-24 kg, stór voffi sé 25kg eða þyngri. Ef hundurinn þinn byrjaði í áskrift sem hvolpur og er að vaxa uppúr stærðinni sinni þá þarftu bara að senda okkur tölvupóst á voffabox@voffabox.is og við færum hann upp um flokk.

Hvað er í Voffaboxinu?

  • Hvert box inniheldur ýmist leikföng, góðgæti, umhirðuvörur, fylgihluti og svo framvegis. Við reynum að hafa innihald Voffaboxins eins fjölbreytt og mögulegt er. 

Hversu mikið kostar að vera áskrifandi að Voffaboxi?

  • Einn mánuður kostar 5.290 kr en ef þú kemur í áskrift kostar boxið 4.990kr.  

Hvað geri ég ef að Voffaboxið stenst ekki kröfur mínar eða hundsins míns?

  • Við leggjum mikla áherslu á að gæðin standist kröfur viðskiptavina okkar. Ef slík mál koma upp, endilega sendu okkur tölvupóst á voffabox@voffabox.is eða sendu okkur skilaboð á Facebook. 

Greiðslur

Hverjir eru greiðslumöguleikarnir?

  • Okkar markmið er að hafa greiðsluferlið eins einfalt og mögulegt er. Við bjóðum upp á að senda kröfu í heimabanka þinn með eindaga 5. hvers mánaðar svo hægt sé að tryggja að Voffaboxið skili sér á bilinu 7.-10. þess mánaðar.

Mig langar að uppfæra núverandi greiðsluupplýsingar, er það hægt?

  • Ef þú vilt breyta einhverjum greiðsluupplýsingum þá er best að senda okkur tölvupóst á voffaboxinfo@gmail.com og við uppfærum þær fljótt og örugglega.

Áskrift

Hvernig byrja ég í áskrift?

  • Þú einfaldlega velur áskriftarleið og fylgir skrefunum þar. 

Fyrir hvaða dagsetningu þarf ég að skrá mig til að fá Voffaboxið sent í næsta mánuði?

  • Ef þú skráir þig og greiðir reikning fyrir eindaga 5. hvers mánaðar verður boxið sent til þín 7-10 þess mánaðar. Það er því eftir engu að bíða.

Hvenær og hvernig get ég sagt upp áskriftinni minni? 

  • Áskriftin felur ekki í sér neina bindingu og þér er frjálst að segja henni upp hvenær sem er, okkur þætti vænt um að heyra ástæðu uppsagnar þar sem við erum sífellt að reyna bæta starfsemi okkar. Ef þú vilt segja upp áskriftinni þinni getur þú haft samband við okkur í gegn um tölvupóst okkar Voffabox@voffabox.is, í Facebook skilaboðum eða í síma 690-0343.

Heimsending

Hvenær kemur Voffaboxið til mín?

  • ​Voffaboxið er sent 7-10. hvers mánaðar. 

Hvað gerist ef ég er ekki heima þegar boxið kemur?

  • Ef þú ert ekki heima þegar sendill kemur þá verður hringt í þig og fundin lausn, hvort sem það er að skilja boxið eftir fyrir utan eða koma aftur daginn eftir. Ef áður hefur verið gefið leyfi fyrir því að skilja boxið eftir fyrir utan og þú ert ekki heima, þá skilur sendillinn boxið eftir og sendir þér staðfestingu í sms. 

Er einhver kostnaður við heimsendinguna?

  • Nei! Við sendum frítt um allt land. Boxin eru keyrð upp að dyrum á höfuðborgarsvæðinu og fyrir þá sem eru utan höfuðborgarsvæðisins þá er boxið sent á næsta pósthús þér að kostnaðarlausu. 

Voffaboxið mitt er ekki komið eða er skemmt, hvað er best að gera?

  • Endilega sendu okkur tölvupóst á voffabox@voffabox.is eða sendu okkur skilaboð á Facebook og við sendum hvolpasveitina og græjum þetta fyrir þig.

bottom of page